image description

Námssamningar í málm- og véltæknigreinum

Nám í málm- og véltæknigreinum hefst með tveggja ára sameiginulegu grunnnámi málmiðngreina en að því loknu velja nemendur sérnám í blikksmíði, rennismíði, vélvirkjun eða stálsmíði. Sérnámið skiptist annars vegar í bóklegt og verklegt nám í skóla og hins vegar vinnustaðanám.

Smelltu á þá grein sem þú vilt fá frekari upplýsingar um:

Meðalnámstími í blikksmíði er 3,5 ár, samtals 6 annir í skóla og 60 vikna vinnustaðanám.
Vinnustaðanámið er skipulagt sem 60 vikna starfsþjálfun og æskilegt að það hefjist eftir að grunndeild málmiðna er lokið.

Eftir burtfararpróf frá skóla öðlast neminn rétt til að taka sveinspróf sem leiðir til starfsréttinda í blikksmíði og síðar meir til meistaranáms.

Meðalnámstími í rennismíði er 4 ár, samtals 6 annir í skóla og 60 vikna vinnustaðanám.
Vinnustaðanámið er skipulagt sem 60 vikna samningsbundin vinna undir stjórn meistara á viðurkenndu verkstæði og æskilegt að það hefjist þegar nemi hefur lokið grunndeild málmiðna.

Þegar burtfararprófi frá skóla og vinnustaðanámi er lokið öðlast neminn rétt til að taka sveinspróf sem leiðir til starfsréttinda í rennismíði og síðar meir til meistaranáms.

Meðalnámstími í stálsmíði er 4 ár, samtals 6 annir í skóla og 60 vikna vinnustaðanám.
Vinnustaðanámið er skipulagt sem 60 vikna samningsbundin vinna undir stjórn meistara á viðurkenndu verkstæði og æskilegt er að það hefjist þegar nemi hefur lokið grunndeild málmiðna.

Þegar burtfararprófi frá skóla og vinnustaðanámi er lokið öðlast neminn rétt til að taka sveinspróf sem leiðir til starfsréttinda í stálsmíði og síðar meir til meistaranáms.

Meðalnámstími í vélvirkjun er 4 ár, samtals 6 annir í skóla og 60 vikna vinnustaðanám.
Vinnustaðanámið er skipulagt sem 60 vikna samningsbundin vinna undir stjórn meistara á viðurkenndu vélaverkstæði og æskilegt að það hefjist þegar nemi hefur lokið grunndeild málmiðna.

Þegar burtfararprófi frá skóla og vinnustaðanámi er lokið öðlast neminn rétt til að taka sveinspróf sem leiðir til starfsréttinda í vélvirkjun og síðar meir til meistaranáms.

Meðalnámstími í netagerð er fjögur til fjögur og hálft ár, samtals tvær-þrjár annir í skóla og 72 vikna samningsbundin starfsþjálfun á netaverkstæði. Námið er alls 120 einingar og lýkur með sveinsprófi sem veitir rétt til starfa í iðninni og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs.

  • Reglur um námssamning
  • Ferilbók
  • Námskrá í netagerð

Málmsuða er löggilt iðngrein og er undirgrein í stálsmíði. Hæfnispróf hafa komið í staðinn fyrir sveinspróf.

Vinnustaðanám skal tekið á viðurkenndum vinnustað og undir stjórn iðnmeistara í viðkomandi iðngrein. Gera skal námssamning um vinnustaðanám áður en það hefst. Verktakavinna er ekki metin. Um er að ræða löggiltar iðngreinar og lýkur náminu með sveinsprófi sem veitir rétt til starfa í iðninni og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs.

Allar frekari upplýsingar um námssamninga í málm- og véltæknigreinum veitir Valdís Axfjörð í síma 590 6400 eða með því að senda tölvupóst á valdis@idan.is.

Hafa samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband