image description

Námssamningar í hönnunar- og handverksgreinum

Undir hönnunar- og handverksgreinar falla gull- og silfursmíði, handíðabraut, klæðskurður, kjólasaumur, tækniteiknun, útstillingabraut, skósmíði og söðlasmíði. Til sveinsprófs eru eftirfarandi greinar og skiptist námið annars vegar í bóklegt og verklegt nám í skóla og hins vegar vinnustaðanám.

Smelltu á þá grein sem þú vilt fá frekari upplýsingar um:

Meðalnámstími í gull- og silfursmíði er 4 ár, samtals 5 annir í skóla og 72 vikna vinnustaðanám.
Vinnustaðanámið er skipulagt sem 72 vikna starfsþjálfun.

Eftir burtfararpróf frá skóla og að loknu vinnustaðanámi öðlast neminn rétt til að taka sveinspróf sem leiðir til starfsréttinda í gull- og silfursmíði og síðar meir til meistaranáms.

Meðalnámstími í kjólasaumi er 4 ár, samtals 7 annir í skóla og 24 vikna vinnustaðanám.
Vinnustaðanámið er skipulagt sem 24 vikna starfsþjálfun.

Eftir burtfararpróf frá skóla og að loknu vinnustaðanámi öðlast neminn rétt til að taka sveinspróf sem leiðir til starfsréttinda í kjólasaumi og síðar meir til meistaranáms.

Meðalnámstími í klæðskurði er 4 ár, samtals 7 annir í skóla og 24 vikna vinnustaðanám.
Vinnustaðanámið er skipulagt sem 24 vikna starfsþjálfun. Reglur um námssamning.

Eftir burtfararpróf frá skóla og að loknu vinnustaðanámi öðlast neminn rétt til að taka sveinspróf sem leiðir til starfsréttinda í klæðskurði og síðar meir til meistaranáms.

Meðalnámstími í skósmíði er 3 ár, samtals 2 annir í skóla og 96 vikna vinnustaðanám.
Vinnustaðanámið er skipulagt sem 96 vikna starfsþjálfun.

Eftir burtfararpróf frá skóla og að loknu vinnustaðanámi öðlast neminn rétt til að taka sveinspróf sem leiðir til starfsréttinda í skósmíði og síðar meir til meistaranáms.

Meðalnámstími í söðlasmíði er 3 ár, samtals 2 annir í skóla og 96 vikna vinnustaðanám.
Vinnustaðanámið er skipulagt sem 96 vikna starfsþjálfun.

Eftir burtfararpróf frá skóla og að loknu vinnustaðanámi öðlast neminn rétt til að taka sveinspróf sem leiðir til starfsréttinda í söðlasmíði og síðar meir til meistaranáms.

Vinnustaðanám skal tekið á viðurkenndum vinnustað og undir stjórn iðnmeistara í viðkomandi iðngrein. Gera skal samkomulag um vinnustaðanám áður en það hefst. Verktakavinna er ekki metin.

Allar frekari upplýsingar um námssamninga í hönnunar- og handverksgreinum veitir Inga Birna Antonsdóttir í síma 590 6400 eða með því að senda tölvupóst á inga@idan.is.

Sveinsprófi veitir rétt til starfa í iðninni og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs.  Upplýsingar um sveinspróf í hönnunar- og handverksgreinum  er að finna hér.

Hafa samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband