image description

Ferilbækur

Námsferilbókin er til leiðsagnar í vinnustaðanáminu og er í eigu nemans. Æskilegt er að meistari/tilsjónarmaður skipuleggi vinnustaðanámið fram í tímann. 

Nemi og meistari/tilsjónarmaður staðfesta með undirritun sinni að kennsla hafi farið fram í þeim verkþáttum sem merkt er við á eyðublöðunum „vinnustaðanám-gátlisti“. Þetta gefur nema og meistara/tilsjónarmanni tækifæri til að tala um þá verkþætti sem farið hefur verið í og hvaða þættir séu framundan. Neminn er hvattur til að hafa það sem vana í lok hverrar viku að merkja við í gátlista hvaða verkþættir hafa verið unnir í vikunni.

Ferilbókin getur verið hnitmiðað tæki til að styrkja samskipti milli vinnustaðar og skóla. Tækifæri til samskipta milli vinnustaða og skóla er fyrir hendi með því að nýta samskiptablöð aftast í bókinni.

Hér fyrir neðan finnur þú ferilbók viðkomandi iðngreinar ef þær eru til, aðrar eru í vinnslu. 

Bygginga- og mannvirkjagreinar

Farartækja- og flutningsgreinar

Hönnunar- og handverksgreinar

  • Gull- og silfursmíði - 5 annir í skóla og 2 vikna vinnustaðanám.
  • Kjólasaumur - 7 annir í skóla og 24 vikna vinnustaðanám.
  • Klæðskurður - 7 annir í skóla og 24 vikna vinnustaðanám (þar af 8 vikur í starfsþjálfun).
  • Skósmíði - 2 annir í skóla og 96 vikna vinnustaðanám.
  • Söðlasmíði - 2 annir í skóla og 96 vikna vinnustaðanám.

Matvæla-, veitinga- og ferðaþjónustugreinar

  • Bakaraiðn - 3 annir í skóla og 126 vikna vinnustaðanám.
  • Framreiðsla - 3 annir í skóla og 80 vikna vinnustaðanám.
  • Kjötiðn - 3 annir í skóla og 126 vikna vinnustaðanám.
  • Matreiðsla - 3 annir í skóla og 126 vikna vinnustaðanám.

Málm- og véltæknigreinar

  • Blikksmíði - 6 annir í skóla og 60 vikna vinnustaðanám.
  • Rennismíði (í vinnslu) - 5 annir í skóla og 52 vikna vinnustaðanám.
  • Stálsmíði (í vinnslu) - 5 annir í skóla og 52 vikna vinnustaðanám.
  • Vélvirkjun - 5 annir í skóla og 52 vikna vinnustaðanám.

Snyrtigreinar

  • Hársnyrtiiðn - 6 annir í skóla og 52 vikna vinnustaðanám.
  • Snyrtifræði - 6 annir í skóla og 36 vikna vinnustaðanám.

Upplýsinga- og fjölmiðlagreinar

  • Bókband - 4 annir í skóla og 48 vikna vinnustaðanám.
  • Ljósmyndun - 4 annir í skóla og 24 vikna vinnustaðanám eða 5 annir í skóla og 24 vikna vinnustaðanám.
  • Prentun - 4 annir í skóla og 48 vikna vinnustaðanám.
  • Grafísk miðlun (prentsmíði) - 4 annir í skóla og 32 vikna vinnustaðanám.
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband