image description

Námssamningar í bíliðngreinum

Nám í farartækja- og flutningsgreinum  hefst með einnar annar sameiginlegu grunnnámi bíliðna en að því loknu velja nemendur sérnám í bifreiðasmíði, bifvélavirkjun eða bílamálun. Sérnámið skiptist annars vegar í bóklegt og verklegt nám í skóla og hins vegar vinnustaðanám.

Smelltu á þá grein sem þú vilt fá frekari upplýsingar um:

Meðalnámstími í bifreiðasmíði er 3,5 ár, samtals 5 annir í skóla og 48 vikna vinnustaðanám.
Vinnustaðanámið er skipulagt sem 48 vikna starfsþjálfun.

Meðalnámstími í bílamálun er 3 ár, samtals 4 annir í skóla og 32 vikna vinnustaðanám.
 Vinnustaðanámið er skipulagt sem 32 vikna starfsþjálfun.

Meðalnámstími í bifvélavirkjun er 3,5 ár, samtals 5 annir í skóla og 48 vikna vinnustaðanám.
Vinnustaðanámið er skipulagt sem 48 vikna starfsþjálfun.

Starfsþjálfun er almennt ekki metin fyrr en eftir fyrstu önn í lotunámi. Starfsþjálfun skal tekin á viðurkenndu verkstæði og undir stjórn iðnmeistara í viðkomandi iðngrein. Gera skal samkomulag um starfþjálfun áður en hún hefst. 

Allar frekari upplýsingar um námssamninga í bílgreinum veitir Inga Birna Antonsdóttir í síma 590 6400 eða með því að senda tölvupóst á inga@idan.is.

Upplýsingar um sveinspróf í bíliðngreinum er að finna hér.

Hafa samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband