Adobe Premiere Pro CC námskeið II

(Ath. ensku heitin eru höfð með þar sem ekkert af þessu er íslenskað í forritinu sjálfu og því þarf að venjast ensku heitunum strax.) Gert er ráð fyrir því að nemandinn hafi grunnþekkingu á forritinu og viðmóti þess. Ný tækni (UHD, 4K) kallar á auknar kröfur um tækniþekkingu og kynntur er til sögunnar möguleiki á að klippa fleiri en eina myndavél í einu (multi-cam) eins og t.d. frá tónleikaupptöku. Möguleikar á brellum og myndbreytingum eru kannaðir auk meira krefjandi vinnslu með grafík og hljóð. Nemendur byrja strax að eiga við myndefni í forritinu og farið verður yfir neðangreint. 1 HD, 2K, UHD og 4K - myndin stækkar 1-1 Um hvað snýst stærri myndflötur? 1-2 Hvaða áhrif hefur stærri mynd á klippinguna? 2 Klippitækni fyrir lengra komna 2-1 Frystir rammar - Freeze frames 2-2 Skoti skipt út - Replacing clips 2-3 Klippilínan sett í hreiður/„nest" - Nesting sequences 2-4 Að búa til „undirskot" - Creating subclips 2-5 Fínklipping - Advanced trimming 3 Litaleiðrétting og litvinnsla 3-1 Litvinnslu vinnuflæði - Color workflow 3-2 Litabrellur - Color effects 3-3 Breyting á ljósmagni - Adjusting exposure 3-4 Litajafnvægi - Color balance 3-5 Birtuandstæður og lita mettun - Contrast and Saturation 3-6 Mynd-litabrellur - Image effects 4 Að „djúsa" hljóðið (Sweeten sound) 4-1 Hljóðbrellur - Audio effects 4-2 Að losna við hávaða - Cleaning up noise 4-3 Breytingar með tónjafnara - Adjusting Equalizer (EQ) 4-4 Að búa til „submix" - Creating a submix 4-5 Bergmáli bætt við - Adding reverb 4-6 Hljóðþjöppun bætt við - Adding compression 4-7 Það sem þarf að hafa í huga varðandi skil til mismundandi aðila. TV, DCP, Web - Loudness o.fl. 5 Myndbrellur 5-1 Myndbrellur - Working with effects 5-2 Myndbrellur og lykilrammar - Keyframing effects 5-3 Mynd gerð stöðug - Image stabilization 5-4 Ljósabrellur - Lighting effects 5-5 Leiðréttingarlög í klippilínu - Adjustment layers 6 Samsetningartækni 6-1 Alpha rás og gagnsæi - Alpha channels and transparency 6-2 Myndmettunarbrella - Opacity effect 6-3 „Greenscreen" skot og litaflokkun- Color keying a greenscreen shot 6-4 Að nota „maska" - Using mattes 6-5 Myndblöndunar stillingar - Blending modes 7 Klipping á „MultiCam" verkefni 7-1 Multicameru vinnuflæði GOP)l. a. æði - The multicamera workflow 7-2 Að útbúa „multicam" klippilínu - Creating a multicamera sequence 7-3 Klippt á milli margra myndavéla - Switching multiple cameras 7-4 Frágangur á „multicam" klippilínu - Finalizing a multicamera sequence 7-5 Fínstillingar og nostur - Adjusting and fine tuning 8 Sýslað með verkefnin 8-1 Verkefnisstjórinn - Using Project Manager 8-2 Umsjón með hörðum diskum - Managing hard drives 8-3 Flytja inn verkefni og klippilínur - Importing projects and sequences 8-4 Færsla á efni - Moving media


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband