Fjármál við starfslok

Allir

Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Fróðlegt og gagnlegt námskeið um það sem mikilvægast er að hafa á hreinu þegar starfsævi lýkur. Vandlega verður farið yfir þær breytingar sem vefjast fyrir mörgum, svo sem varðandi Tryggingastofnun, lífeyrismál, skatta og sparnað.

Með aukinni þekkingu má spara umtalsverðar fjárhæðir auk þess sem við fáum betri yfirsýn yfir væntar tekjur þegar lífeyrisgreiðslur taka við af launatekjum.

Á námskeiðinu er fjallað á einföldu og skýru máli um reglur vegna skerðinga Tryggingastofnunar, skatta á sparnað, lagalegt öryggi bankareikninga og ríkisskuldabréfa og fleira sem fróðlegt er að vita þegar komið er á lífeyrisaldur.


HVAR OG HVENÆR

DAGSETNINGKENNTFRÁTILSTAÐSETNING
14.10.2017lau.10:0013:00Endurmenntun HÍ, Dunhaga 7
Hafa samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband