Gull í matreiðslu í Norrænu nemakeppninni í Osló

Norræna nemakeppnin fór fram í Osló dagana 21. og 22. apríl.

    Keppendur frá Íslandi voru matreiðslunemarnir Hinrik Örn Halldórsson og Marteinn Rastrick hjá LUX veitingum. Í framreiðslu kepptu þeir Finnur Gauti Vilhelmsson nemi á Vox Brasserie og Benedikt E. Birnuson nemi hjá Matarkjallaranum. Þjálfari nemanna í matreiðslu var Gabríel Kristinn Bjarnason og Axel Árni Herbertsson þjálfaði framreiðslunemanna.

    Þeir Hinrik Örn og Marteinn unnu til gullverðlauna í matreiðslu og framreiðslunemarnir voru í fjórða sæti. Keppnin var mjög jöfn í framreiðslu og munaði fáum stigum á efstu sætunum.

    Þema keppninnar var „Byggjum á hefðum“ og var t.a.m eitt af verkefnum matreiðslunemanna að matreiða „färikäl“ sem er hefðbundin Norskur réttur og nemar í framreiðslu útbjuggu og framreiddu „beef-tartare“ fyrir gesti.

    Fyrri keppnisdaginn matreiddu matreiðslunemarnir þrjá rétti og framreiðslunemarir kepptu í uppdekkningu á tveggja manna borði, pöruðu saman drykki við rétti á matseðli, í vínsmakki og blöndun kokteila. Seinni daginn unnu keppendur með „Mystery-basket“ sem var samsett úr fjölbreyttu hráefni. Verkefnið var matreiða og framreiða fimm rétta matseðil. Framreiðslunemarnir settu upp sex manna veisluborð með borðskreytingum, pöruðu drykki við réttina á matseðili, kepptu í faglegri þjónustu og framreiðslu á réttunum.

    Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Matvæla- og veitingafélag Íslands (MATVÍS) standa fyrir keppninni með stuðningi Iðunnar fræðsluseturs. Í matreiðslu var Ísland í fyrsta sæti, Svíþjóð var í öðru sæti og Danmörk í því þriðja. Í framreiðslu var Finnland í fyrsta sæti, Danmörk var í öðru sæti og Noregur í þriðja sæti.

    Hinrik Örn Halldórsson og Marteinn Rastrick hjá LUX veitingum.

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband