Íslenskukennsla fyrir starfsfólk í iðnaði

Sigríður Droplaug Jónsdóttir sviðsstjóri hjá MÍMI ræðir um mikilvægi íslenskukennslu fyrir starfsfólk í íslenskum iðnaði.

Mímir hefur sinnt íslenskukennslu frá árinu 2005 og hefur verið einn af hornsteinum fræðslustarfsins. Á hverju ári sækja námið um1500 - 2000 nemendur. 

Styrkleikar námsins eru fjölþættir og felast ekki síst í fjölbreyttum kennsluháttum. Kennarar Mímis hafa breiðan tungumálabakgrunn og þannig er hægt að ná til alls þess fjölda sem hefur ekki íslensku að móðurmáli.

Öflug íslenskukennsla styrkir starfsemi fyrirtækja sem búa yfir fjölbreyttum hópi starfskrafta. Þá styður kennslan einnig vel við starfsþróun einstaklinga og aðlögun þeirra að íslensku samfélagi.

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband