Vilt þú ljúka iðnnámi og taka sveinspróf?

Ef þú hefur unnið við iðngrein í 3 ár og ert 23 ára eða eldri þá er raunfærnimat tækifæri fyrir þig.

    Þú lærir ekki bara í skólanum heldur einnig í vinnu og tómstundum. Raunfærnimat er leið til að meta þekkinguna sem þú öðlast utan skólakerfisins. Matið getur þannig stytt tímann í framhaldsskóla og verið hvatning til að ljúka sveinsprófi. Þetta hafa fjölmargir nýtt sér og fengið réttindi í sinni grein.

    Náms- og starfsráðgjafar Iðunnar hjálpa þér í öllu ferlinu. Heyrðu í okkur í síma 590 6400 eða fylltu út formið hér og við aðstoðum þig við að ná þér í réttindin.

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband