Mannauðsmál með Írisi Sigtryggsdóttur

Iðan kynnir fyrsta þátttinn í röð myndskeiða um mannauðsmál

Fræðsluframboð Iðunnar er fjölbreytt og í stöðugri þróun. Auk staðbundinna og stafrænna námskeiða heldur Iðan úti mynd- og hljóðvarpi undir heitinu Augnablik í iðnaði. Það er m.a. öflugur vettvangur fyrir mannauðs- og fræðslumál fyrirtækja.

Í tilefni af Alþjóðlega mannauðsdeginum frumsýnir Iðan fyrsta myndskeiðið í nýrri röð þátta um mannauðsmál. Þáttarröðin er í umsjón Írisar Sigtryggsdóttur, stjórnenda og teymisþjálfa hjá Eldar Coaching og gestur þessa fyrsta þáttar er Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Alvotech. Viðfangsefnið er mannauðsmál í litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Fylgstu með frá byrjun.

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband