Útskriftarsýning nemenda í grafískri miðlun og bókbandi

Útskriftarnemendur Upplýsingatækniskólans í grafískri miðlun og bókbandi settu upp glæsilega útskriftarsýningu í húsnæði skólans við Háteigsveg.

    Fimmtán nemar úr grafískri miðlun sýndu hönnun sína sem var öll sú glæsilegasta. Nemendurnir gáfu auk þess út tímaritið Ask sem endurspeglar ólíka persónuleika þeirra, hugmyndir og hönnun. Þar þurftu nemendur að nýta sér flesta þætti námsins eins og týpógrafíu, myndvinnslu, forvinnslu, umbrot, prentun og bókband. Nemendur hafa í náminu lært að hanna  og setja fram efni fyrir prent-, net- og skjámiðla.

    Tveir nemendur útskrifuðust úr bókbandi en þar hafa þeir lært lokafrágang á prentuðu efni bæði með tölvustýrðum bókhandsvélum og handbókhandi. Þeir læra einnig að gera við bækur og skera út ýmiskonar efni eins og bæklinga, nafnspjöld, umbúðir og fleira.

    Verk nemenda voru vel sett upp, þau voru fjölbreytt og aðgengileg gestum. Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með stórglæsilega sýningu og tókum þrjá nemendur tali á sýningunni.

     

     

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband