Talning nýbygginga og framboð af lóðum

Samtök iðnaðarins leggja töluverða vinnu í að keyra á milli byggingasvæða og telja nýbyggingar í smíðum ár hvert

    Friðrik Ólafsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði Samtaka iðnaðarins, ræðir hér við Ólaf Ástgeirsson, sviðsstjóra hjá IÐUNNI um talningu á nýbyggingum, en sú tala virðist ekki liggja á einum stað hjá þeim aðilum sem koma að byggingu húsnæðis.

    „Fasteignaskrá ætti auðvitað að halda utan um slíka talningu en þeirra tölur eru að okkar mati kolrangar,“ segir Friðrik því að upplýsingar skila sér ekki til þeirra eins og þær ættu að gera.

    „Samtök iðnaðarins gæta hagsmuna félaga og fyrirtækja,“ segir Friðrik og sem dæmi eiga öll meistarafélög landsins aðild að SI nema eitt. „Talning bygginga skiptir því miklu máli fyrir félagsmenn SI ekki síst með tilliti til fjármögnunar verka. Fjármálastofnanir verða að hafa aðgang að nákvæmum upplýsingum til þess að geta tekið raunhæfar ákvarðanir varðandi fjármögnun, það er ekki ásættanlegt ef verk stoppa á röngum forsendum.“

    Hann byrjaði árið 2007 að keyra á milli byggingasvæða og telja nýbyggingar eftir ákveðnum stöðlum en nú er Húsnæðis- og mannvirkjastofnun komin í samvinnu við SI með talninguna.

    Þeir Ólafur fara um víðan völl í þessu hlaðvarpi og ræða meðal annars um framboð lóða á höfuðborgarsvæðinu og hjá nágrannasveitarfélögum. En þar hefur umræðan snúist m.a. um framboð og fjármögnun.

     

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband