Umsókn um þátttöku í keppni matreiðslu- og framreiðslunema

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á vef IÐUNNAR í keppni matreiðslu- og framreiðslunema.

    Föstudaginn 14. janúar 2022 verður haldin keppni matreiðslu- og framreiðslunema. Skila þarf umsókn til Matvæla- og veitingasviðs IÐUNNAR. Umsóknarfrestur er til 10. janúar. Keppnin fer fram föstudaginn 14. janúar nk. kl. 10.30.

    Keppnisréttur er bundinn við aldur. Keppendur mega ekki vera eldri en 23 ára þann 1. maí 2022 og skilyrt er að nemar séu á námssamningi í maí 2022. Tveir stigahæstu einstaklingarnir í matreiðslu og framreiðslu munu taka þátt í Norrænu nemakeppninni sem verður haldin í Hótel- og matvælaskólanum 23. og 24. apríl 2022.

    Smelltu hér til að fylla út umsókn.

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband