Fjögur ný örnámskeið í Microsoft lausnum

IÐAN hefur gefið út fjögur ný vefnámskeið sem henta vel fyrir alla þá sem vilja kynnast Microsoft 365 betur.

Námskeiðin eru stutt og hnitmiðuð, samanstanda af þremur eða fjórum myndskeiðum sem veita mjög góða undirstöðu í viðkomandi lausnum. Þau eru því kjörin fyrir einstaklinga sem vilja kynna sér þessar ákveðnu lausnir í Microsoft 365 eða sem fyrsta skref hjá fyrirtækjum í innleiðingarferli. Námskeiðin eru líka ágæt viðbót fyrir notendur sem vilja kynna sér nýjustu útgáfur algengra forrita. Microsoft Teams hefur t.a.m. tekið svo miklum breytingum undanfarna mánuði að eldra örnámskeiðið sem við eigum verður lagt til hliðar nú þegar nýtt námskeið er komið í umferð.

Kennari á námskeiðunum er Hermann Jónsson en hann er þrautreyndur á sínu sviði og hefur unnið margvígslegt kennsluefni fyrir IÐUNA. Athygli er vakin á því að félagsmenn IÐUNNAR geta skráð sig á vefnámskeið endurgjaldslaust.

Hér getur þú kynnt þér öll vefnámskeið IÐUNNAR.

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband