Markaðsmál - hefðbundnir miðlar

Ólafur Jónsson, ráðgjafi og Ívar Gestsson aðstoðarframkvæmdastjóri Birtingahússins fjalla hér um markaðsmál með hefðbundnum miðlum.

Þegar rætt er um hefðbundna auglýsingamiðla er alla jafnan átt við prentmiðla, útimiðla, útvarp og sjónvarp. Hver miðill hefur sína sérstöðu og þrátt fyrir að t.d. dagblaðalestur hafi minnkað umtalsvert undanfarin ár geta auglýsingar í prentmiðlum hæglega verið árangursríkasta leiðin til að ná til markhópsins sem þú ert að höfða til. Það mætti líka ætla að auglýsingar í sjónvarpi væru of dýrkeyptar fyrir smærri fyrirtæki, en þegar árangurinn er mældur gæti það verið hagkvæmasta aðgerðin sem völ er á. 

Í þessu fróðlega kaffispjalli er fjallað um þjónustu birtingarhúsa og um notkun ólíkra miðla í markaðssetningu með áherslu á lítil og meðalstór fyrirtæki.

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband