Nýsköpun sem bætir lífsgæði

Hvað er samfélagsleg nýsköpun? Tryggvi Thayer sérfræðingur í nýsköpun útskýrir og tekur skemmtileg og góð dæmi.

Tryggvi Thayer sérfræðingur í nýsköpun í kennslu og kennslufræði á Menntavísindasviði Háskóla Íslands heldur áfram að fræða okkur um nýsköpun. Í þessu erindi skýrir hann út fyrirbærið samfélagsleg nýsköpun og hvernig hún tekst á við samfélagslegar áskoranir og bætir lífsgæði okkar allra.

Tryggvi tekur gott dæmi um samfélagslega nýsköpun sem allir Íslendingar þekkja í dag. „Það er þetta svokallaða plokk, þarna er fólk sem var í gönguferðum, fannst of mikið rusl í kringum sig. Þeir skapa svona hreyfingu sem að gerir það reglulega að fara í gönguferðir og safna rusli í poka og fara með á réttan stað. Það er enginn að hafa fjárhagslegan ávinning af þessu beint en við njótum öll góðs af þessu vegna þess að þetta fegrar umhverfið okkar og gæti komið í veg fyrir heilsuspillandi aðstæður.“

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband