Plastumbúðir á hraðri útleið

Guðbjörg Olga Kristbjörnsdóttir prentsmiður og formhönnuður er einn reynslumesti ráðgjafi landsins í umbúðahönnun.

Guðbjörg Olga segir að viðskiptavinir séu almennt að leita leiða til að skipta plastumbúðum út fyrir umhverfisvænni kosti. Margir þættir hafa áhrif á framleiðsluferlið sem kallar á góða samvinnu hönnuða og þeirra sem smíða stansana. „Það er einnig mikilvægt að hönnun taki mið af þeim vélakosti sem til er,“ segir hún. „Ætli fólk að prenta hér á landi.“

Í ráðgjöfinni leggur Guðbjörg áherslu á umhverfissjónarmið og nýtingu á pappír. Hún hvetur markaðsfólk til að leita ráðgjafar áður en að farið er í að hanna tímafrekar umbúðir sem svo ganga ekki upp með þeim vélum sem til eru. „Það sparar bæði tíma og peninga,“ segir hún.

„Tískan í umbúðum í dag er þannig að nú á allt að vera brúnt,“ segir Guðbjörg. „Það er eins og fólki finnist það meira umhverfisvænt en hvítur pappír. Ég bendi hins vegar á að minn vinnustaður er Svansvottaður og endurunninn pappír er ekkert endilega betri en sá sem kemur úr nytjaskógi þar sem eitt tré er fellt og þrjú gróðursett í staðinn.“

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband