Náðu betri tökum á upplýsingatækninni

Ný vefnámskeið í helstu forritum sem eru notuð í rekstri fyrirtækja og daglegum störfum.

    IÐAN fræðslusetur býður upp á fjölda námskeiða í upplýsingatækni sem miða að því að öðlast góða þekkingu á helstu forritum sem eru notuð í rekstri fyrirtækja og daglegum störfum. Margir finna fyrir nauðsyn þess að ná betri tökum á helstu forritum með tilkomu meiri fjarvinnu. Námskeiðin henta bæði byrjendum og lengra komnum sem vilja dýpka á þekkingu sinni og læra að nota helstu forrit á fjölbreyttari og nytsamlegri hátt en áður. 

    Nú eru í boði námskeið, s.s.: Microsoft Excel Online, Excel í hnotskurnWord í hnotskurn, Outlook, Powerpoint, Zoom og Microsoft ToDo. Fleiri námskeiða er að vænta í þessum flokki. 

    Öll námskeiðin eru vefnámskeið og hægt að stunda námið á sínum hraða. Þátttakendur hafa aðgang að námsefninu í 30 daga. Námskeiðin eru haldin í samstarfi við Tækninám.is. 

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband