Alþjóðlega vottuð rafbílanámskeið

Ferlið byrjaði með því að við keyptum rafbílahermi með ítarlegum kennsluleiðeiningum segir Sigurður Svavar Indriðason, sviðstjóri bílgreinasviðs IÐUNNAR

Rafbílahermir er stór fjárfesting en hann inniheldur mikið af vönduðu kennsluefni. Tilkoma þessa tækis færði kennslu IÐUNNAR yfir á nýja vídd og gerði okkur kleift að framkvæma mælingar og leita að bilunum á öruggan hátt. Í dag getum við tryggt öryggi nemenda miklu betur en ef við kenndum á eiginlegan rafmagnsbíl.

Það er ótvíræður kostur að framleiðendur hermisins þróa allt námsefni í samvinnu við IMI (Institute of the Motor Industry) sem hefur yfir 100 ára reynslu í vottunum og endurmenntun í bíliðnaði. „Okkar megin fókus er á okkar fólk í bílageiranum“ segir Sigurður en þetta gagnast öðrum líka.

Námskeiðin eru þrepaskipt og ætluð fyrir sölumenn, starfsmenn bílaleiga og þá sem sýsla með rafmagnsbíla. Þau eru einnig fyrir neyðaraðila eins og lögreglu, slökkvilið og jafnvel björgunarsveitir. Eftir því sem að við förum hærra í þrepum verður sérhæfingin meiri þar sem verið er að vinna í háspennukerfinu segir Sigurður en það er eingöngu ætlað fagaðilum í bíliðnaðinum.

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband