Nýsveinn gerir upp hús í Fossvogi

Daði Bergsson, nýsveinn í pípulögnum, og Stefanía Eir Einarsdóttir gera upp einbýlishús í slæmu ásigkomulagi í Undralandi í Fossvogi. Daði getur nýtt sér sérþekkingi sína í pípulögnum við endurgerð hússins.

Daði Bergsson og kærasta hans Stefanía Eir Einarsdóttir sáu mikla möguleika í að gera upp einbýlishúsið í Undralandi. Þau höfðu verið að leita af eign til að gera upp en Daði útskrifaðist með sveinspróf í pípulögnum nú í byrjun árs. Hann nýtir nú sérþekkingu sína sem pípari í að gera upp húsið enda viðamikið verk framundan. Áður en þau keyptu eignina höfðu myndir af húsinu vakið athygli í fjölmiðlum. Húsið sem var vel byggt hafði látið verulega á sjá í gegnum árin og var í slæmu ásigkomulagi. Fyrsta verk Daða var að mála það að utan og húsið varð strax ásjálegra við það. „Ég get gert margt sjálfur sem ég hef lært með því að fylgast með öðrum í gegnum vinnuna” segir Daði en segist þó ekki koma nálægt vinnu við rafmagn.

Daði er aðeins 25 ára gamall, fullgildur pípulagningamaður og mælir með náminu sem svo greinilega nýtist í margt annað en bara að vinna sem pípari. Hann mælir sérstaklega með náminu fyrir þá sem eru að hugsa um að gerast píparar en sjálfur hafði hann enga tengingu inn í stéttina, heldur fór hann aðeins að ráðum tengdaföður síns.

IÐAN fræðslusetur fór á vettvang og ræddi við Daða um ástand hússins og framkvæmdirnar framundan.

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband