Sjálfbær byggingariðnaður rétt að byrja

Fimmtudaginn 10. desember sl. stóð IÐAN og Grænni byggð fyrir þriðja og síðasta streymisfundi ársins í fundarröðinni um sjálfbærni í byggingariðnaði.

Gestir okkar að þessu sinni voru þau Sandra Rán Ásgrímsdóttir, sjálfbærniverkfræðingur hjá Mannviti og Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar. Fundurinn var í beinni útsendingu en er nú aðgengilegur hér á vefnum og YouTube rás IÐUNNAR.

„Við erum eitt grænasta fyrirtæki landsins,” fullyrti Árni á fundinum, en Blómaval er hluti af samsteypunni og gegnir því væntanlega lykilhlutverki í þeirri fullyrðingu. Næstum allt timbur er umhverfisvottað og flutt beint frá bryggju inn í timbursöluna, aðeins 100 metrum frá. Árni fjallaði einnig um nokkur verkefni sem Húsasmiðjan hefur afhent vörur til og þar á meðal nýjan miðbæ Selfoss sem kemur til með að vera fyrsta Svansvottaða samfélagið á Íslandi.

Hægt að draga úr loftlagsáhrifum um 60%

Sandra Rán hvatti til notkunar á vottunarkerfum og sagði þau geta nýst sem afar góðir gátlistar þó svo að byggingaraðili sé ekki endilega að sækjast efitr vottuninni sem slíkri. Sandra kom einnig inn á nokkra punkta sem teknir voru saman af Ramboll, verkfræðistofu í Danmörku, en ef hugað væri að þessum atriðum væri hægt að draga úr loftlagsáhrifum byggingargeirans um allt að 60%.

Þess má geta að sjálbærnisstreymið er hvergi nærri hætt en IÐAN fræðslusetur í samstarfi við Grænni Byggð kemur til með að halda áfram með þessa fyrirlestra eftir áramót þar sem þátttaka hefur farið fram úr öllum væntingum. Dagsetningar verða kynntar von bráðar.

Fyrri morgunfundir

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband