Fjögur ný alþjóðlega vottuð rafbílanámskeið

IÐAN fræðslusetur býður á næstunni upp á fjögur ný á alþjóðlega vottuð námskeið sem tengjast umgengni og vinnu við rafbíla á þriðja þrepi. Í framtíðinni er möguleiki á því að bæta við fjórða þrepinu.

Undanfarið hefur verið mikil þörf fyrir fagleg námskeið sem snúa að viðhaldi og viðgerðum á rafbílum. IÐAN fræðslusetur mun á næstunni bjóða upp á fjögur námskeið á 3 þrepum og í framtíðinni getur IÐAN svo bætt við námskeiði á fjórða þrepinu. Þrepin eru öll vel skilgreind og sniðin að ákeðnum hópum. Námskeiðunum lýkur með stafrænu, munnlegu og/eða verklegu prófi.

Námskeið á þrepi 1 – Almenn umgengni við raf- og tvinnbíla

Þátttakendur öðlast grunnþekkingu á öruggum vinnubrögðum ásamt þeim hættum sem fylgja raf- og tvinnbílum. Þetta námskeið er fyrir þá sem eru ekki endilega með tæknilegan bakgrunn en vinna í þannig umhverfi að snerting og umgengni að einhverju leyti við rafbíl er óumflýjanleg. Dæmi um slík störf eru: verkstjórar, sölumenn, partasalar, tjónamatsmenn , þjónustufulltrúar eða einstaklingar sem starfa við bílaþrif.

Námskeiðið er um ½ -1 dagur.

Námskeið á Þrepi 2.1 – Aðkoma neyðaraðila að raf og tvinnbílum, mat og greining á hættu

Þátttakendur á þessu námskeiði öðlast þá þekkingu sem þarf að hafa til að vinna á öruggan hátt í kringum raf- eða tvinnbíla þar sem háspennukerfi eru eða gætu verið skemmd. Þetta námskeið er hannað fyrir þá sem koma að tjónuðum eða biluðum raf- eða tvinnbílum. Dæmi um slík störf eru: lögregla, slökkvilið, sjúkraflutningar, björgunarsveitir og starfsmenn dráttaþjónustufyrirtækja.

Námskeiðið er um 1-1.5 dagur.

Námskeið á Þrepi 2.2 – Reglubundið viðhald raf og tvinnbíla

Þátttakendur öðlast á þessu námskeiði þá þekkingu og hæfni sem þarf að hafa til að vinna á öruggan hátt þegar sinnt er reglubundnu viðhaldi eða viðgerðum raf- eða tvinn bíla (ekki á háspennnukerfi) og eins ef háspennukerfi eru eða gætu verið biluð eða skemmd. Þetta námskeið er hannað fyrir þá sem sinna almennu viðhaldi raf- eða tvinnbíla viðgerðum á tjónum eða bilunum. Dæmi um slík störf: bifreiðasmiðir, bílamálarar og bifvélavirkjar.

Námskeiðið er um 2 dagar.

Námskeið á Þrepi 3 – Vinna og viðgerðir á háspennukerfi raf- og tvinnbíla

Þátttakendur öðlast á þessu námskeiði þá þekkingu og hæfni sem þarf að hafa til að vinna á öruggan hátt við raf eða tvinnbíla þar sem háspennukerfi eru eða gætu verið biluð eða skemmd. Þáttakandi lærir um uppbyggingu háspennukerfisins og hvernig skuli framkvæma bilanagreiningu, mælingar og viðgerð á aftengdu háspennukerfi (kerfi aftengt frá rafhlöðu). Þetta námskeið er hannað fyrir þá sem sinna almennu viðhaldi raf eða tvinnbíla og viðgerðum á tjónum eða bilunum. Dæmi um slík störf: bifreiðasmiðir, bílamálarar og bifvélavirkjar.

Námskeiðið er um 3 dagar.

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband