Frá hugmynd að Svansvottuðu húsi

Finnur Sveinsson og Gísli Sigmundsson fjalla um byggingu á fyrsta Svansvottaða íbúðahúsinu á íslandi.

Nýverið heimsóttum við Finn Sveinsson, ráðgjafa og umhverfisfræðing, en hann byggði ásamt konu sinni Þórdísi, fyrsta Svansvottaða íbúðarhúsið á Íslandi. Finnur segir að hugmyndin að húsinu hafi kviknaði árið 2006 og níu árum síðar var ráðist í framkvæmdir. Okkur langaði mikið að fræðast nánar um húsbygginguna og þau tækifæri og áskoranir sem liggja í sjálfbærni í byggingariðnaði.

Næstkomandi fimmtudag, 19. nóvember, verður bein útsending frá öðrum streymisfundi IÐUNNAR af þremur um sjálfbærni í byggingariðnaði. Þar mun Finnur, ásamt Gísla Sigmundssyni, smið og eiganda fyrirtækisins Breyting ehf, rekja ferlið allt frá hugmynd að sjálfbæru húsi. Fyrirlesturinn er frír en þú þarft að skrá þig til að fá sendar nánari upplýsingar.

Smelltu hér til að skrá þig

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband