Morgunfræðsla um sjálfbærni

IÐAN fræðslusetur stendur á næstunni fyrir röð streymisfunda í samstarfi við félagasamtökin Grænni byggð.

    Við bjóðum iðnaðarmönnum og smærri fyrirtækjum í byggingariðnaði til morgunfræðslu um sjálfbærni og vistvænar byggingaraðferðir. Loftlagsvandinn og ágangur á auðlindir jarðar eru áskoranir sem við þurfum að horfast í augu við og finna lausnir á. Við munum bjóða upp á þessa fræðslu á þriggja vikna fresti fram til jóla. 

    Við hefjum leikinn næstkomandi fimmtudag 29. október en þá mæta sérfræðingar frá BYKO og ÞG Verk á vefinn og fræða okkur um hvað þeir hafa verið að gera í þessum efnum. Fyrirlesturinn hefst stundvíslega kl. 8.30 á vefnum. 

    Smelltu hér til að skrá þig

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband