Markvisst markaðsstarf fyrir einyrkja í iðnaði og lítil iðnfyrirtæki

Ólafur Jónsson er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í markaðsmálum. Ólafur hefur aðstoðað einyrkja og lítil fyrirtæki við að byggja upp markvissa stefnu í þessum málum og miðlar hér okkur af langri reynslu sinni.

Ólafur Jónsson
Ólafur Jónsson

    Ólafur leggur áherslu á að markaðsstarf er ekki bara auglýsingar heldur skiptir heildarsýn viðskiptavinarins á fyrirtækið miklu máli. Þar koma inn margvíslegir þættir eins og merkingar á bílum og fatnaði starfsmanna, netföng, svartími tölvupósta, val á miðlum, mælingar og eftirfylgni.

    Hann segir að það eigi að vera jafn sjálfsagt að fá ráðgjöf í markaðsmálum eins og að vera með endurskoðanda og að hvert fyrirtæki ráði umfangi ráðgjafarinnar nákvæmlega í takt við þarfir þess. Mestu máli skiptir er að vera með skýra sýn á það hvernig breyta má markaðsstarfi í væntanlega viðskiptavini. Mælingar á markaðstarfinu eru mikilvægar að hans mati og þær þurfa alls ekki að vera flóknar. Fyrirtækið þarf einfaldlega að geta séð hvernig til tekst í markaðsstarfinu. Þannig er hægt að leggja áherslu á það sem virkar best.

    Allt þetta og fleira til í þessu fræðandi spjalli um markaðsmál.

    Þú getur hlustað á Augnablik í iðnaði á Soundcloud eða Spotify

     

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband