Landsmenn skundi í birkimó

„Við hvetjum alla landsmenn til þess að skella sér í birkimó, safna birkifræum og breiða birkiskógana út á ný,“ segir Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir annar eiganda Prentmet Odda en í dag fer af stað landsátak á degi Íslenskrar náttúru.

Ingibjörg Steinunn tínir birkifræ við Bessastaði og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands fylgist með
Ingibjörg Steinunn tínir birkifræ við Bessastaði og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands fylgist með

    „Við hvetjum alla landsmenn til þess að skella sér í birkimó, safna birkifræum og breiða birkiskógana út á ný,“ segir Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir annar eiganda Prentmet Odda en í dag fer af stað landsátak á degi Íslenskrar náttúru.

    Prentmet Oddi hannaði og prentaði öskjur fyrir birkifræin sem landsmenn safna í í nágrenni sínu eða í völdum birkiskógum í sínum landshluta. Á öskjunni merkir fólk hvar og hvenær fræið er tínt. „Hugmyndin að þessu verkefni kviknaði hjá Landgræðslunni og Skógræktinni. Verkefnið er á vegum þeirra og hefst formlega að Bessastöðum í dag á degi Íslenskrar náttúru,“ segir Ingibjörg Steinunn. 

    Askjan er umhverfisvæn og hentar vel fyrir verkefnið. Hana má nálgast í Bónus.

    Skógræktin mikilvæg

    „Prentmet Oddi er samstarfsaðili þessa verkefnis ásamt Terru og Bónus. Síðan hafa bæst inn í samstarfið Lions, Landvernd og skógræktarfélags Ríkisins. Við erum gríðarlega stolt af þessu verkefni og þetta átak styður vel við umhverfisstefnu fyrirtækisins. Prentiðnaðurinn á Íslandi er mjög umhverfisvottaður og pappírinn kemur að mestu leyti frá nytjaskógum í Evrópu. Skógræktin gegnir mikilvægu hlutverki í umhverfis- og loftslagsmálum. Á einu ári tekur eitt tré jafnaði til sín 22 kg af koltvíoxíðið og gefur frá sér súrefni,“ nefnir hún. ,,Átakið er liður í því að útbreiða á ný birkiskóglendi sem þakti a.m.k fjórðungs landsins við landnám. Á rýru landi er gjarnan kolefnislosun því þar er gamall jarðvegur enn að rotna. Þegar landið klæðist birkiskóg stöðvast þessi losun og binding hefst í staðinn. Birkið er frumherjategund sem sáir sér mikið út á eigin spýtur ef hún fær til þess frið. Birkið heldur því starfinu áfram ef vel tekst til að koma því af stað á nýjum svæðum.“

    Umhverfisvænar umbúðir

    Öskjurnar eru úr pappa og hannaðar af Guðbjörgu Olgu Kristbjörnsdóttir formhönnuði hjá Prentmet Odda. „Þær eru umhverfisvænar og henta vel fyrir þetta verkefni og eru með helstu upplýsingum um þetta landsátak. Fólk merkir síðan á þær hvar birkifræin eru tínd. 

    Guðbjörg Olga formhönnuður hjá Prentmet Odda hannaði öskjuna 

    Það eru margar hendur og vélar sem koma að gerð svona öskju. Frá hönnuði, prentara, vélamanni á stanzvél og límingarvél ásamt aðstoðarfólki við umbúðaframleiðsluna,“ segir Ingibjörg Steinunn og segir fólk geta nálgast öskjurnar í Bónus. „Þeim er síðan aftur skilað í tunnu frá Terra sem er sérmerkt þessu átaki í Bónus. Fræjunum verður síðan dreift í haust undir leiðsögn starfsmanna Skógræktarinnar og Landgræðslunnar.“ -kbg

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband