Grænu sporin mikilvæg

Plaköt með verkum Mats Gustafson vekja athygli. „Grænu sporin eru okkur mikilvæg,“ segir Vala Karen Guðmundsdóttir hjá Listasafni Íslands sem prentar allt efni sitt innanlands.

Vala Karen í Listasafni Íslands. Plaköt með verkum Mats í baksýn.
Vala Karen í Listasafni Íslands. Plaköt með verkum Mats í baksýn.

    Sýning á verkum Mats Gustafson Að fanga kjarnann í Listasafni Íslands hefur vakið mikla eftirtekt. Sýningin er sett upp í samstarfi við Hönnunarmars. Mats er sænskur listamaður sem fangar hverfulleika vatnslita af einstakri næmi. Verk hans þykja fáguð. Hann málar náttúru, tísku og samferðafólk sitt. Á sýningunni eru öll þekktustu verk Mats sem hann vann með tískuhúsum á borð við Christian Dior, Comme des garçons, Yohji Yamamoto, Romeo Gigli og Yves Saint Laurent fyrir tímarit eins og Vogue og Harper‘s Bazaar.

    Svansprent fékk það verkefni að prenta valin verk Mats Gustafson, plaköt og póstkort. Verkin hafa vakið mikla lukku í safnbúð Listasafns Íslands. „Fyrir sýninguna á verkum Mats Gustafson „Að fanga kjarnann“ voru valin nokkur verk sem notuð voru við gerð plakata og póstkorta. Verkin voru valin með fjölbreytileika í huga og í samstarfi við Mats Gustafson, ·segir Vala Karen Guð

    mundsdóttir umsjónarmaður safnbúða Listasafns Íslands um verkefnið.

    Hún segir prentuð plaköt og póstkort vinsæl. „Það má segja að eldri plaköt séu ekki síður vinsæl en þau nýju. Eins eru oft gerð póstkort með sömu verkum og tilheyra plakötunum og þau seljast einnig verulega vel, enda henta þau til ólíkra tilefna, til dæmis sem gjafir, póstkort eða sem myndir í ramma.“Gæðin vekja eftirtekt og Mats valdi sjálfur pappírinn, Munken Pure Rough. „Yfirleitt er rammi í kringum verkin sem gefur okkur svigrúm til að setja inn upplýsingar um höfund verksins, titil, ártal og merki Listasafn Íslands. Varðandi verkin hans Mats, þá gaf hann leyfi á að hafa myndirnar fljótandi án ramma með upplýsingunum á hverju verki. Við vorum með nokkrar tegundir af pappír í huga og valdi Mats pappírinn út frá þykkt og gljástigi sem hentar verkunum hans vel,“ segir Vala.

    Það er Listasafni Íslands sérlega mikilvægt að prenta bæði kynningarefni og eftirprent af verkum listamanna hér innanlands vegna umhverfissjónarmiða. „Við höfum alltaf prentað allt okkar kynningarefni ásamt plakötum og póstkortum hér heima og eru grænu sporin okkur mikilvæg,“ segir Vala.

    Mats Gustarfson, Svört herðaslá, 1990.

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband