Hvernig minnkum við matarsóun

Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari er hér í stórskemmtilegu spjalli við Augnablik í iðnaði.

    Hún lærði á Cafe Óperu en skipti svo eftir námið yfir á veitingastaðinn Á næstu grösum og hefur haldið sig mikið í grænmetinu síðan þá.

    Nú starfar hún á Sólheimum í Grímsnesi sem hún segir vera dásamlegan stað.

    Dóra lætur sig matarsóun varða og vill auka meðvitund fólks á þeim leiðum sem hægt er að fara til að minnka sóun. Hún segir að oft þurfi bara að kenna fólki að nýta betur það hráefni sem til er. 

    Þú getur hlustað á Augnablik í iðnaði á Soundcloud eða Spotify

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband