Málmsuðumolar

Á málm- og véltæknisviði IÐUNNAR eru haldin fjölmörg námskeið í málmsuðu á hverju ári og nú bætist við fræðsluframboðið hnitmiðuð kennslumyndskeið ætluð fagfólki í greininni.

    Fræðsla á sér ekki aðeins stað á staðbundnum námskeiðum heldur getur hún tekið á sig ýmsar ólíkar myndir. Myndskeið eru t.a.m öflug leið til að miðla þekkingu og stefnum við hjá IÐUNNI á að nýta kosti þeirra enn betur í okkar fræðslustarfi. Myndskeið geta komið að góðum notum sem hluti af kennslu á hefðbundu námskeiði eða jafnvel myndað heildstætt námskeið sem nemendur sækja þá á vefnum. Myndskeið henta einnig vel til að koma á framfæri stuttum og hnitmiðuðum fræðslumolum sem við höfum gert nokkuð af.

    Hér eru tvö sýnishorn af stuttum kennslumyndskeiðum þar sem Gústaf A. Hjaltason, sérfræðingur IÐUNNAR í málmsuðu, fjallar um grunnatriði við stúf-, og kverksuðu á flatjárni. Myndskeiðin eru ætluð þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í málmsuðu sem og fagfólki sem vinnur við suðumál. 

     

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband