Gæðastaðall og vottanir í bílgreinum

María Jóna Magnúsdóttir hefur starfað í bílageiranum í hartnær tuttugu ár. Hér er hún mætt í Augnablik í iðnaði að fræða okkur um nýjan gæðastaðal Bílgreinasambandsins og önnur verkefni.

    María Jóna Magnúsdóttir er framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, sem eru hagsmunasamtök fyrir bílgreinina í heild sinni. Hér segir hún okkur frá nýrri útgáfu af gæðastaðli Bílgreinasambandsins og gæðavottunum fyrir almenn bílaverkstæði og sprautu- og réttingaverkstæði. Á næstunni er ráðgert að votta einnig bílasölur.

    Starfsemi Bílgreinasambandins er viðamikil og eru félagsmenn yfir 100 talsins, s.s. verkstæði, bílaumboðin og bílasalar. Bílgreinasambandið kemur m.a. að mótun námsbrautar í bílgreinum í Borgarholtsskóla og hefur nýverið unnið í því með stjórnvöldum að bílgreinar eru nú hluti af verkefninu “Allir vinna”.

    Þú getur hlustað á Augnablik í iðnaði: á Soundcloud eða Spotify.

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband