Garðahönnun og margt fleira

Landslagsarkitektinn Björn Jóhannsson er mættur í hlaðvarp vikunnar þar sem viðfangsefnið er garðahönnun og margt fleira.

    Björn Jóhannsson landslagsarkitekt hefur aðstoðað garðeigendur við útfærslur garða sinna síðan hann kom frá námi í landslagsarkitektúr á Englandi 1993. Einnig hefur hann hannað sumarhúsa-, stofnana-, fyrirtækja- og fjölbýlishúsagarða en í þeirri vinnu hafa orðið til margvíslegar hugmyndir.

    Björn nýtir upplýsingatæknina mikið í sínu starfi og lengi vel hannað allt í þrívíddarumhverfi. Þetta verklag hefur t.d. þann kost að í dag geta viðskiptavinir hans ferðast um fyrstu drög að eigin garði í sýndarveruleika og fengið tilfinningu fyrir því hvað er þeim að skapi og hvað þarf að bæta. Björn hannar garða og teiknar með aðstoð Sketchup hugbúnaðarins sem er bæði öflugur og einstaklega aðgengilegur. Þess má geta að IÐAN fræðslusetur og hefur reglulega í boði námskeið í notkun Sketchup í samstarfi við Björn.  



    Hlustið á viðtal Ólafs Jónssonar við Björn Jóhannsson í öðrum þætti hlaðvarps IÐUNNAR, Augnablik í iðnaði og munið að við tökum fagnandi á móti öllum ábendingum eða athugasemdum. Hafið svo endilega samband við okkur (hladvarp@idan.is) ef þið lumið á áhugaverðum viðmælendum eða viðfangsefnum. 

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband