Eflum aðgengi að raunfærnimati fyrir innflytjendur.

Verkefnið VISKA (Visable skills of adults – gerum færni fullorðinna sýnilega) leiddi ýmislegt í ljós varðandi aðgengi innflytjenda að raunfærnimati á Íslandi.

    Raunfærnimatsþjónusta á Íslandi telst þróuð miðað við mörg önnur lönd sem við berum okkur saman við. Hins vegar eru hópar sem tilheyra okkar samfélagi sem almennt sækja ekki umrædda þjónustu. Því var ákveðið að kynna núverandi raunfærnimatskerfi fyrir hópi innflytjenda, skoða áskoranir og leggja til tillögur um úrbætur. Alls tóku 51 innflytjandi þátt í verkefninu, flestir Pólverjar – en þeir eru um 38% af innflytjendum á Íslandi.

    Hvernig?

    Bæta þarf tengslanet hagsmunaaðila í sveitafélögum og á landsvísu til að:

    • Auka upplýsingagjöf um íslenskt menntakerfi til innflytjenda. Veita viðurkennda tungumálaþjónusta með kerfisbundum hætti fyrir innflytjendur í menntakerfinu og í atvinnulífinu. Tungumálastuðningur þarf að spretta úr stefnumótun um íslenskunám og tengja þarf ábyrgðina við hagsmunaaðila. Mikilvægt er að formfesta stuðninginn og tryggja fjármagn. Það er meðal annars hægt með að tryggja hlutverk raunfærnimats inn í Framkvæmdaáætlun um málefni innflytjenda fyrir árin 2020-2024.

    Þróa og/eða aðlaga verkfæri sem nýtt eru í mati á færni með því að:

    • Taka afstöðu til þeirra verkfæra sem til eru með tilliti til tungumála. Gera þarf stórátak í þjálfun túlka á sviðið raunfærnimats með sérstaka áherslu á fagþekkingu túlka á iðngreinum. Endurskoða gæðaviðmið og- ferla með tilliti til jafnræðis.

    Skapa sameiginleg viðmið fyrir yfirfæranlegri færni fyrir fjölbreytta markhópa með því að:

    • Finna leiðir og skapa virði fyrir áframhaldandi þróun raunfærnimats í almennri starfshæfni.

    Efla færniuppbygging fyrir náms- og starfsráðgjafa og annarra sem koma að raunfærnimati með því að:

    • Veita viðbótarþjálfun náms- og starfsráðgjafa og annarra um framkvæmd raunfærnimats fyrir innflytjendur og að túlkar fái viðeigandi þjálfun til að tryggja gæði raunfærnimats fyrir innflytjendur.

    Bæta aðgengi að og upplýsingar um þá þjónustu og stuðning sem í boði er á sviði raunfærnimats, með því að:

    • Formgera samstarf hagsmunaaðila og koma á sjálfbæru tengslaneti um áframhaldandi þróun. Sjá til þess að innflytjendur hafi raunverulegt aðgengi að raunfærnimati með því að skilgreina leiðir til að ná til hópsins. Það veður að finna lausn á hvernig á að vinna með þau málefni sem snúa að tungumálanotkun í menntakerfinu og í atvinnulífinu.

    Í stefnumótun felst endurskoðun. Það þarf að byggja stefnu á þekkingu, vönduðum vinnubrögðum, víðsýni og nýbreytni. Innleiðingin þarf að hafa með sér bjargir, vörður og endurskoðun. En fyrst og fremst verður stefnan að byggja á þörfum, annars er hætta á því að illa sé farið með fjármagn og tíma engum til framdráttar. Í VISKA verkefninu voru dregnar fram áskoranir í tengslum við framkvæmd raunfærnimats fyrir innflytjendur og leitað leiða innan þess til að leysa þær. Margt er óleyst. Stórefla þar upplýsingar um leiðir í fullorðinsfræðslu fyrir innflytjendur og veita aðgengi að menntakerfum og koma í veg fyrir brotthvarf. Raunfærnimatskerfið mætir þörfum þeirra sem hafa gott vald á íslensku en útilokar flesta aðra sem hafa þó rétt á umræddri þjónustu samkvæmt lögum um framhaldsfræðslu.

    Með því að auka jöfn tækifæri fólks til raunfærnimats, verður færni fólks með innflytjendabakgrunn sýnileg samfélaginu til heilla. En hvenær?

    Höf: Helen Gray

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband