Raunfærnimat á haustönn 2017

IÐAN fræðslusetur býður upp á raunfærnimat í tíu greinum á haustönn 2017.

Raunfærnimat er leið til að meta þá færni og þekkingu sem öðlast má á vinnumarkaði. Matið getur mögulega stytt nám og verið hvatning til að ljúka því. Skilyrði fyrir þátttöku í raunfærnimati eru 23 ára aldur og 3 ára staðfest starfsreynsla í viðkomandi grein. Þessi leið hefur skilað góðum árangri þar sem margir þátttakendur raunfærnimatsins hafa haldið áfram námi og lokið sveinsprófi að loknu matinu.

  • húsasmíði
  • málaraiðn
  • pípulagnir
  • blikksmíði
  • rennismíði
  • stálsmíði
  • málmsuða
  • vélvirkjun
  • vélstjórn
  • ljósmyndun

Inntökuskilyrði í raunfærnimat:  
23 ára aldur og 3 ára reynsla úr viðkomandi grein, miðað við fullt starf (staðfest með opinberum gögnum t.d. lífeyrissjóðsyfirlitum)

Nánari upplýsingar um raunfærnimat má finna hér á vefnum eða í síma 590 6400.

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband