VISKA - raunfærnimat fyrir pólska innflytjendur gengur vel

Verkefnið VISKA (Visible Skills of Adults) hefur það að markmiði að 50 pólskir innflytjendur fari í gengum raunfærnimat hjá IÐUNNI fræðslusetri og hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.

    Á Íslandi er áhersla lögð á að 50 pólskir innflytjendur fari í gegnum raunfærnimat hjá IÐUNNI fræðslusetri og hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Nú þegar hafa 25 farið í gegnum raunfærnimat í húsasmíði, 2 í málaraiðn, 9 í matartækni, 2 á móti hæfnikröfum fyrir þernur og 6 á móti hæfniviðmiðum fyrir yfirfæranlega hæfni (Transversal skills).

    Matið hefur gengið vel og ljóst að pólskir innflytjendur eru margir hverjir að fá álíka margar einingar metnar og íslenskir þátttakendur – hæfnin er því til staðar.

    Verkefnið verður kynnt á Raunfærnimatstvíæringnum í Berlín í byrjun maí – sjá upplýsingar um þá áhugaverður ráðstefnu hér. Þar verður m.a. einnig kynning á raunfærnimatskerfi framhaldsfræðslunnar hér á landi og fjármögnun þess.

    Nánar um stöðu verkefnisins í hinum þátttökulöndunum er að finna hér.

    Endilega skráið ykkur í áskrift á fréttabréfum VISKA verkefnisins á hlekk hér fyrir neðan til að fylgjast með framvindu mála.

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband