Öryggismál eru gæðamál

Mannvirkjaráð Samtaka iðnaðarins og IÐAN fræðslusetur boða til fjórða fundar í fundaröð um gæðastjórnun í byggingariðnaði þar sem fjallað verður um öryggismál sem hluta af gæðastjórnun fyrirtækja.

    Mannvirkjaráð Samtaka iðnaðarins og IÐAN fræðslusetur boða til fjórða fundar í fundaröð um gæðastjórnun í byggingariðnaði þar sem fjallað verður um öryggismál sem hluta af gæðastjórnun fyrirtækja.

    Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 28. mars kl. 8.30–10.00 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 1 hæð.

    Markmið fundaraðarinnar er að efla og bæta umfjöllun og fræðslu um gæðamál í bygginga- og mannvirkjagerð og búa til vettvang fyrir umræðu um þessi mikilvægu málefni iðnaðarins.

    Fundarstjóri er Kristján Daníel Sigurbergsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði Samtaka iðnaðarins.

    Dagskrá

    • Reynir Guðjónsson, öryggisstjóri hjá Orkuveitu Reykjavíkur
    • Anna Jóna Kjartansdóttir, öryggis- og gæðastjóri hjá Ístak
    • Bergur Helgason, gæða- og öryggisstjóri hjá ÞG verk
    • Umræður

    Boðið verður upp á veitingar frá kl. 8.15. Allir eru velkomnir en óskað er eftir skráningu.

    Smelltu hér til að skrá þig á fundinn

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband