Góð aðsókn að fundi um byggingargátt

Yfir 70 manns mættu á fund sem IÐAN fræðslusetur og Samtök iðnaðarins stóðu fyrir miðvikudaginn 27. febrúar sl. í fundaröðinni “Gæðastjórnun í byggingariðnaði”.

Yfir 70 manns mættu á fund sem IÐAN fræðslusetur og Samtök iðnaðarins stóðu fyrir miðvikudaginn 27. febrúar sl. í fundaröðinni „Gæðastjórnun í byggingariðnaði”. Á fundinum var fjallað ar um nýja byggingargátt Mannvirkjastofnunar, tilgang hennar og reynslu af notkun.

Dagskráin var þrískipt. Jón Guðmundsson frá Mannvirkjastofnun fjallaði um tilgang og innleiðingu byggingargáttar. Sveinn Björnsson, byggingafulltrúi í Reykjanesbæ fræddi gesti um notkun og reynslu af innleiðinug hennar í Reykjanesbæ . Síðastur á mælendaskránnig var svo Grétar I. Guðlaugsson, verkefna- og byggingastjóri hjá ÍAV sem sagði frá reynslu sinni af notkun byggingargáttar í sínu starfi.

Erindin vöktu fjölmargar spurningar og um þau sköpuðust líflegar umræður meðal fjölbreytts hóps gesta sem samanstóð ma.a. af iðnmeisturum, verktökum, hönnuðum, gæðastjórum og tæknimönnum. Greinilegt er að mikill áhugi er fyrir þessu málefni sem og gæðastjórnun í byggingariðnaði almenn.

Þessi fundur var sá þriðji í fundaröð IÐUNNAR og SI um gæðastjórnun í byggingariðnaði. Næsti fundur í fundaröðinni er fyrirhugaður eftir mánuð eða 27. mars.

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband