Framleiðni og sóun í bygginga- og mannvirkjagerð

IÐAN fræðslusetur býður á næstunni upp á tvö áhugaverð námskeið um framleiðni og sóun í bygginga- og mannvirkjagerð.

    Þriðjudaginn 27. nóvember nk. hefst námskeiðið Framleiðni í bygginga- og mannvirkjagerð. Þetta námskeið er fyrir iðnmeistara og starfsmenn verktakafyrirtækja í byggingariðnaði. Tilgangur þess er að þátttakendur öðlist þekkingu og skiling á þeim þáttum sem ráða framleiðni við byggingaframkvæmdir. Fjallað er um margbreytilegar ástæður lágrar framleiðni í íslenskum byggingariðnaði og leiðir til þess að bæta hana. Fjallað er um nýjungar í stjórnun byggingaverkefna og þær leiðir sem stjórnendur hafa til þess að bæta framleiðni.

    Námskeiðið er í fjórum hlutum samtals 12 klst. og verður kennt á þriðjudagsmorgnum frá kl. 9.00 - 12.00.

    Fimmtudaginn 29. nóvember hefst námskeiðið Sóun í bygginga- og mannvirkjagerðÞetta er námskeið fyrir iðnmeistara og starfsmenn verktakafyrirtækja í byggingariðnaði. Tilgangur þess er að gera þátttakendur meðvitaða um sóun sem er verulegt vandamál í byggingariðnaði og mjög mikilvægt fyrir fyrirtæki að taka á þessum vanda. 

    Sóunin er skoðuð út frá flokkum sóunar sem eru gallar, lager, of mikil framleiðsla, hreyfing, flutningur, of mikil vinnsla, hæfileit og biðtími. Farið er í skoðun á þessum atriðum með nemendum og skoðað hvaða leiðir eru til lausna.  Markmiðið er að fá nemendur til að sjá að það eru til leiðir til lausnar og búið er að greina helstu vandamálin og hvar hægt er að grípa til aðgerða. 

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband