Drónamyndatökur og myndvinnsla

Óli Haukur Mýrdal hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frábærar ljósmyndir og einstaklega mögnuð myndskeið þar sem íslensk náttúra er gjarnan í aðalhlutverki.

    Óli nýtir sér dróna til að ná hinum ótrúlegustu skotum og nú er einstakt tækifæri til að læra af honum réttu handbrögðin, bæði við tökur og eftirvinnslu.

    Föstudaginn 28. september nk. hefst námskeið hjá IÐUNNI fræðslusetri þar sem Óli Haukur kennir drónamyndatökur og myndvinnslu.

    Námskeiðið hefst þann 28. september nk. og stendur yfir í tvo daga. Fyrri daginn verður fengist við vinnsluaðferðir á myndefni tekið með drónum. Seinni dagurinn er verklegur þar sem farið verður yfir flóknari tökur með þátttakendum sem eru hvattir til að taka með sér sína dróna ef þeir eiga.

    Smelltu hér til að sjá frekari upplýsingar og skrá þig á námskeiðið

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband