Norræna nemakeppnin í matreiðslu og framreiðslu 2018

Norræna nemakeppnin í matreiðslu og framreiðslu fer fram í Hótel- og veitingaskólanum í Kaupmannahöfn föstudaginn 20. og laugardaginn 21. apríl 2018.

    Norræna nemakeppnin í matreiðslu og framreiðslu fer fram í Hótel- og veitingaskólanum í Kaupmannahöfn föstudaginn 20. og laugardaginn 21. apríl 2018.

    Matreiðslu- og framreiðslunemar frá Danmörk, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð keppa um titilinn matreiðslu- og framreiðslunemi Norðurlanda. Keppnin á sér langa sögu en fyrsta keppnin var skipulögð árið 1981.

    Tveir matreiðslunemar og aðrir tveir framreiðslunemar, 23 ára og yngri, keppa frá hverju landi. Frá Íslandi keppa í matreiðslu þeir Steinbjörn Björnsson nemi í Hörpu og Hinrik Lárusson nemi á Radisson SAS Blu. Þjálfari nemanna er Georg Arnar Halldórsson. Í framreiðslu keppa þeir Sigurður Borgar Ólafsson nemi á Radisson SAS Blu og Axel Árni Herbertsson nemi í Bláa lóninu. Þjálfari nemanna er Tinna Óðinsdóttir.

    Keppnin stendur yfir í tvo daga. Á föstudaginn hefst keppnin á skriflegu fagprófi í matreiðslu og framreiðslu. Í matreiðslu eiga nemarnir að matreiða aparsúpu; tvo mismunandi listauka „Amuse bouches" úr nautaskanka og Jerúsalem ætiþislnum og heitan grænmetisrétt þar sem meginhráefnið eru sveppir. Hluti af hráefninu kemur úr ræktun skólans.

     

     

    Á laugardaginn fá keppendur svokallað leyndarkörfu með tilteknum hráefnum og eiga að matreiða fjögurra rétta málsverð. Hráefnið er ekki þekkt fyrirfram en nemarnir eiga að setja saman matseðil. Framreiðslunemarnir keppa í vínfræðum, fyrirskurði, borðskreytingu, para saman matseðla og vín, blöndun drykkja (kokteila), beita framreiðsluaðferð sem hæfir matseðli og hráefni. Keppa í borðskreytingum, sérvettubrotum og faglegri framreiðslu.

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband