Sveinspróf í matvælagreinum

Þessa vikuna fer fram sveinspróf í matreiðslu og framreiðslu í Hótel og matvælaskólanum í Kópavogi.

    Þessa vikuna fer fram sveinspróf í matreiðslu og framreiðslu í Hótel og matvælaskólanum í Kópavogi. Alls taka 25 nemendur prófið í matreiðslu og 12 í framreiðslu. Í kvöld sáu sveinsprófstakar í matreiðslu um að elda fimm rétta kvöldverð sem borinn var fram af próftökum í framreiðslu. 

    Það er gaman að geta þess að meðal gesta í kvöld var mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, en Lilja hefur einmitt lýst miklum áhuga á því að bæta stöðu iðn- og verknáms hér á landi og skapa hagkerfi sem er drifið áfram af verk- og hugviti.

    Á myndinni má sjá Hildi Elínu Vignir, framkvændastjóra IÐUNNAR fræðsluseturs, Margréti Friðriksdóttur, skólameistara Menntaskólans í Kópavogi og Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra.

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband