Við leitum að öflugu starfsfólki

IÐAN fræðslusetur er leiðandi fyrirtæki á sviði símenntunar og þjónustu við fyrirtæki og einstaklinga í iðnaði. Gildi IÐUNNAR eru framsækni, virðing og fagmennska. Við leggjum áherslu á að ráða til okkar metnaðarfullt starfsfólk sem er tilbúið að starfa með skemmtilegum hópi að framþróun í iðnaði.

    IÐAN fræðslusetur óskar eftir umsóknum í eftirfarandi störf:

    Fræðslufulltrúi

    Hlutverk og ábyrgðasvið:

    • Umsjón með námssamningum í iðngreinum
    • Umsjón með framkvæmd sveinsprófa
    • Umsjón með Erasmus+ námsmannaskiptum innlendra og erlendra iðnnema og nýsveina
    • Samskipti við iðnfyrirtæki vegna iðnnema
    • Önnur tilfallandi verkefni

    Hæfniskröfur

    • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er æskileg eða annað próf sem nýtist í starfi
    • Góð almenn tölvuþekking
    • Góð enskukunnátta
    • Hæfni í mannlegum samskiptum
    • Skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum
    • Góð þjónustulaund og jákvæðni

     

    Móttaka/þjónusta

    Hlutverk og ábyrgðasvið:

    • Almenn störf í móttöku
    • Umsjón með fundum
    • Innkaup
    • Umsjón með eldhúsi
    • Aðstoð við framkvæmd námskeiða
    • Önnur tilfallandi verkefni

    Hæfniskröfur

    • Menntun sem nýtist í starfinu
    • Góð almenn tölvuþekking
    • Hæfni í mannlegum samskiptum
    • Nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum
    • Góð þjónustulund og jákvæðni

    Umsóknarfrestur er til og með 18. desember nk. Ráðið verður í störfin sem fyrst.

    Um er að ræða framtíðarstörf og verkefnin eru fjölbreytt í áhugaverðu umhverfi. Í báðum tilvikum er að ræða fullt starf.

    Umsóknum skal skilað á mottaka@idan.is

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband