Hvað er fjórða iðnbyltingin?

IÐAN fræðslusetur og Samtök iðnaðarins boða til opinna fræðslufunda í vetur um framtíðarhorfur, stefnur og hugtök sem fylgja fjórðu iðnbyltingunni. Fundirnir eru ætlaðir öllu starfsfólki sem áhuga hefur á málefninu.

    IÐAN fræðslusetur og Samtök iðnaðarins boða til opinna fræðslufunda í vetur um framtíðarhorfur, stefnur og hugtök sem fylgja fjórðu iðnbyltingunni. Fundirnir eru ætlaðir öllu starfsfólki sem áhuga hefur á málefninu. 

    Fyrsti fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 28. september nk. í húsnæði IÐUNNAR að vatnagörðum 20. Yfirskrift fundarins, hvað er fjórða iðnbyltingin og stendur hann frá 8:30 - 10.00. Boðið verður upp á léttan morgunverð.

    Bein útsending verður á Ustream rás IÐUNNAR fræðsluseturs og á vefnum www.si.is.

    Ólafur Andri   8.30 – 9.00 Hvað er fjórða iðnbyltingin?
    Ólafur Andri Ragnarsson, aðjúnkt við HR
    Meiriháttar tæknibreytingar eru hafnar, störf munu breytast og þjóðfélagið með. Í því felast margvísleg tækifæri. Ólafur Andri fjallar um hvað átt er við þegar talað er um fjórðu iðnbyltinguna.
     
    Guðbjörg Guðmundsdóttir   9.00 – 9.15 – Sýndarveruleiki í starfsemi Marel
    Guðbjörg H. Guðmundsdóttir, yfirmaður vöruþróunar 
    Marel hefur verið leiðandi í vöruþróun og nýsköpun um langa hríð hér á landi. Guðbjörg Heiða fjallar um hvernig Marel notar sýndarveruleika í vöruþróun.
     
    Guðmundur Guðnason   9.15 - 9.30 – Stafræn framtíð Icelandair
    Guðmundur Guðnason, yfirmaður stafrænnar viðskiptaþróunar
    Guðmundur fjallar um stafræna þróun hjá Icelandair og m.a. innleiðingu á „digital labs". 
     
       

    9.30 – 10.00 fyrirspurnir og umræður 

       

    Fundarstjóri: Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri IÐUNNAR fræðsluseturs

        Smelltu hér til að skrá þig á viðburðinn

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband