VISKA - nýtt Evrópuverkefni um aukinn sýnileika á starfshæfni innflytjenda

IÐAN fræðslusetur og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og hlutu í mars s.l. styrk úr Erasmus+ sjóði Evrópusambandsins fyrir verkefnið Visible Skills of Adults (VISKA).

    Heildarfjármagn til verkefnisins er 1.8 miljónir Evra sem dreifist á fjögur þátttökulönd sem eru auk Íslands, Belgía, Írland og Noregur – Skills Norway sem leiðir verkefnið. VISKA er Erasmus KA3 stefnumótunarverkefni sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og IÐAN-fræðslusetur stýra hérlendis fyrir hönd Mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

    VISKA er tilrauna- og rannsóknarverkefni sem beinir sjónum að því forgangsatriði í stefnu Evrópusambandsins að efla starfshæfni innflytjenda með því að meta færni þeirra og auka þar með möguleika á því að fá störf við hæfi og hlúa að félagslegri aðlögun. Miðað er að því að þróa og efla tengslanet hagsmunaðila og þróa verkfæri sem gera færni innflytjenda sýnilegri. Verkefnið er til þriggja ára og lýkur í byrjun árs 2020. Niðurstöður koma til með að veita upplýsingar fyrir stefnumótun landanna í málaflokkunum í kjölfar VISKA.

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband