IÐAN hlýtur verðlaun fyrir raunfærnimat

IÐAN fræðslusetur hlaut aðalverðlaunin á alþjóðlegu VPL Biennale ráðstefnunni um raunfærnimat, sem haldin var í Árósum í Danmörku.

Verðlaunahafar
Verðlaunahafar

    IÐAN fræðslusetur hlaut í dag aðalverðlaunin á alþjóðlegu VPL Biennale ráðstefnunni um raunfærnimat, sem haldin var í Árósum í Danmörku.

    Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi framkvæmd á raunfærnimati og voru verkefni frá sjö löndum tilnefnd. Aðaláhersla í ár var lögð á ávinning raunfærnimats fyrir þátttakendur og var IÐAN eins og áður segir hlutskörpust.

    Verðlaunin eru frábær viðurkenning fyrir starf undanfarinna ára og gott veganesti til framtíðar.

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband