IÐAN fær fræðslustjóra að láni

Föstudaginn 4. nóvember sl. skrifaði IÐAN fræðslusetur undir samning um verkefnið fræðslustjóri að láni. Ragnar Matthíasson, ráðgjafi frá RM Ráðgjöf, stýrir verkefninu og mun hann á næstu vikum þarfagreina fræðslu- og þjálfunarþörf hjá IÐUNNI.

Á myndinni sjást: Ragnar Matthíasson, Selma Kristjánsdóttir , Hildur Elín Vignir, Inga Birna Antonsdóttir og Fjóla Hauksdóttir
Á myndinni sjást: Ragnar Matthíasson, Selma Kristjánsdóttir , Hildur Elín Vignir, Inga Birna Antonsdóttir og Fjóla Hauksdóttir

    Föstudaginn 4. nóvember sl. skrifaði IÐAN fræðslusetur undir samning um verkefnið fræðslustjóri að láni. Ragnar Matthíasson, ráðgjafi frá RM Ráðgjöf, stýrir verkefninu og mun hann á næstu vikum þarfagreina fræðslu- og þjálfunarþörf hjá IÐUNNI.

    Sjóðir sem að verkefninu koma eru Starfsmennasjóður verslunar- og skrifstofufólks og IÐAN fræðslusetur.

    Hjá IÐUNNI starfa 25 manns og er hlutverk IÐUNNAR að bæta hæfni fyrirtækja og starfsmanna í iðnaði. IÐAN hefur hlotið EQM (European Quality Mark) gæðavottunina sem er staðfesting á því að námskeið IÐUNNAR standast evrópskar kröfur um gæði fræðsluaðila.

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband