image description
Staðnám

Skráning - Byggingargátt

Þetta námskeið er fyrir iðnmeistara og byggingastjóra sem þurfa að tengjast rafrænni byggingargátt Mannvirkjastofnunar. Tilgangur þess er að kenna þátttakendum notkun gáttarinnar. Í rafrænu byggingargáttinni verða vistuð öll gögn vegna mannvirkja, allt frá umsókn um byggingarleyfi til lokaúttektar. Þar verða vistaðar umsóknir og útgefin byggingarleyfi, öll gögn sem leyfin byggjast á, hönnunargögn, teikningar og skoðunarskýrslur. Þar verður að finna lista yfir löggilta hönnuði og iðnmeistara og byggingarstjóra með starfsleyfi ásamt reglum um gæðastjórnunarkerfi byggingarstjóra, hönnuða og iðnmeistara. Þar verða ennfremur skoðunarhandbækur og verklagsreglur faggiltra skoðunarstofa. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Mannvirkjastofnun.

Þátttakandi
Upplýsingar um greiðslu
Verð: 6000 kr.
Verð til aðila IÐUNNAR: 2000 kr.

Upplýsingar um greiðanda

Skilmálar

IÐAN áskilur sér rétt til að innheimta helming af námskeiðsgjaldi ef skráður þátttakandi hættir við að sitja námskeið en tilkynnir ekki forföll til IÐUNNAR á netfangið idan@idan.is eða í síma 590 6400 að minnsta kosti 24 klukkustundum áður en námskeið hefst.

* Nauðsynlegar upplýsingar

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband