image description

Skráning - Arcan inndælingarkerfi fyrir sprungur, steypuskil sökkla o.fl.

Þetta er námskeið er fyrir verktaka, hönnuði og aðra sem fást við viðhald fasteigna og mannvirkja. Markmið þess er að auka þekkingu á mismunandi aðferðum og efnum við vatnsþéttingar og auka skilning á mismunandi tegundum efna og í hvaða tilfellum þau eiga við. Farið verður í mismunandi aðferðir og efni til inndælingar og aðrar vatnsþéttingar frá þýska framleiðandanum Arcan Waterproofing. Kynnt verður m.a nýtt og byltingarkennt einþátta inndælingarefni úr Integral, sem er einfalt í notkun og umhverfisvænna en áður hefur þekkst. Farið verður yfir helstu inndælingarkerfi og efnisval miðað við mismunandi aðstæður og tegundir vatnsleka. Einnig verða kynntar nýjar aðferðir í vatnsþéttingum sökkla innanfrá og íblöndunarefni fyrir sprautusteypu í jarðgöngum og mannvirkjum undir vatnsyfirborði. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Múrefni ehf í Mosfellsbæ og verður bæði bóklegt og verklegt og munu þátttakendur geta séð og prófað mismunandi efni og lausnir.

Þátttakandi
Upplýsingar um greiðslu

Þetta námskeið er án endurgjalds.


Upplýsingar um greiðanda

Skilmálar

IÐAN áskilur sér rétt til að innheimta helming af námskeiðsgjaldi ef skráður þátttakandi hættir við að sitja námskeið en tilkynnir ekki forföll til IÐUNNAR á netfangið idan@idan.is eða í síma 590 6400 að minnsta kosti 24 klukkustundum áður en námskeið hefst.

* Nauðsynlegar upplýsingar

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband