image description
Staðnám

Skráning - Eldsmíði

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á: Mismunandi gerðum eldsneytis s.s. viðarkolum, steinkolum og koxi. Helstu verkfærum og tækjum sem notuð eru við eldsmíði s.s. steðjum, hömrum, töngum og öðrum algegnum verkfærum. Msmunandi yfirborðsmeðferðum á stáli. Siðum og venjum í eldsmiðju. Nemandi skal hafa öðlast leikni í að: Nota helstu verkfæri eldsmiðjunnar s.s. hamra, tangir, afl og steðja.n. Nota helstu aðferðir við vinnslu járns á steðja, t.d. þar sem járn er slegið fram, stúkkað, flatt út og sveigt með hjálp hans. Kljúfa með meitl . Gata með dór. Nota helstu hersluaðferðir á stáli s.s. með vatni eða olíu. Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: þekkja mismunandi útfærslur á eldstæði, þ.e.a.s. hvernig aflinn er uppbyggður, hvernig honum er stjórnað með loftblæstri og hvernig hann er gjallhreinsaður á meðan vinnslu stendur. þekkja vinnsluhæfni stálsins miðað við lit og hitastig þess. Geta beitt mismunandi aðferðum við herslu stáls út frá notagildi og tegund efnis. Kveikja upp, stjórna orkuþörf aflsins og vinnslumáta. Smíða einfalda hluti líkt og gaffal, hanka, kertastjaka eða annað sem kemur til huga. Kennarar eru Björn J. Sighvatz og Karitas S Björnsdóttir. Ath nemendur munu fá nýja kennslubók í eldsmíði.

Þátttakandi
Upplýsingar um greiðslu
Verð: 44000 kr.
Verð til aðila IÐUNNAR: 9000 kr.

Upplýsingar um greiðanda

Skilmálar

IÐAN áskilur sér rétt til að innheimta helming af námskeiðsgjaldi ef skráður þátttakandi hættir við að sitja námskeið en tilkynnir ekki forföll til IÐUNNAR á netfangið idan@idan.is eða í síma 590 6400 að minnsta kosti 24 klukkustundum áður en námskeið hefst.

* Nauðsynlegar upplýsingar

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband