image description

PDF og litastillingar

Komin er ný útgáfa að prentstillingum. Hana má nálgast hér.

Inngangur

Árið 2009 skipti nánast allur íslensku prentiðnaður yfir í svokallað RGB myndvinnsluferli við frágang gagna fyrir prentun. Jafnframt var gefinn kostur á að hala niður stillingum fyrir tölvur svo ferlið gengi sem best. Með RGB myndvinnsluferli er átt við að á sama tíma og grunnskjölin í Illustrator, InDesign og sambærilegum forritum eru unnin í CMYK, geta myndir verið í RGB litum. Þessar sérsniðnu stillingar fyrir PDF sjá um að RGB myndunum er snúið á réttan hátt yfir í CMYK, en CMYK litagildi í grunnskjölunum haldast óbreytt. Í RGB myndvinnsluferlinu er mikilvægt er að viðeigandi litprófíll sé settur á allar myndir svo árangur verði sem bestur. Í ársbyrjun 2016 voru þessar stillingar endurnýjaðar í takt við breytta tíma og einnig voru sniðnir af vankantar sem hafa gert vart við sig vegna breytinga í InDesign og valda því að eldri stillingarnar eiga til að raskast og leiða til rangrar útkomu. Hér eru leiðbeiningar og útskýringar sem tengjast þessum stillingum.

InDesign og 2009 stillingarnar

Það sem InDesign breytir í stillingunni frá 2009 sést undir liðnum Output þegar PDF skjal er gert. Undir Profile Inclusion Policy: á að standa Include All RGB and Tagged Source CMYK Profiles en InDesign skiptir stundum yfir í: Include All Profiles, sem á alls ekki að vera. Verst hefur þetta verið þar sem texti hefur verið settur í 100% svörtum en breytist við þetta í fjórlitablöndu.

InDesign er eina forritið sem breytir þessu á þennan hátt og eina leiðin til að forðast þetta er að fylgjast með þessu í hvert skipti sem gert er PDF og lagfæra. Mælt er þó með því að skipt sé alfarið yfir í nýju stillingarnar og þeim gömlu eytt af tölvunni.

Við gerð nýju stillinganna árið 2016 var notað tækifærið og stillingarnar færðar nær samtímanum ásamt smábreytingum sem taldar eru bjóða upp á betra og öruggara verkflæði. Á næstu síðum eru breytingarnar teknar saman í stuttu máli.

Nýjar 2016 PDF– og litastillingar

(Febrúar 2016)

SI_PDF_Prentun_3.joboptions

Ný og breytt PDF stilling. Henni þarf að koma fyrir á svæði hvers notanda. Nota má þá leið að opna InDesign > File > Adobe PDF Presets > Define… og fara þar í hnappinn Load… og finna þetta skjal og hlaða inn. Forritið setur skjalið á réttan stað.

Slóðin er:

Mac: ~/Library/Application Support/Adobe/Adobe PDF/Settings

PC: C:\Users\”Nafn notanda”\AppData\Roaming\Adobe\Adobe PDF\Settings

SI_CS_Litastillingar_4_2016.csf

Þetta stilliskjal á að vera inni almenningnum, þar sem stillingar eru settar upp fyrir alla innskráða notendur, án þess að þurfa að setja sérstaklega fyrir hvern notanda.

Slóðin er:

Mac: /Library/Application Support/Adobe/Color/Settings/Recommended

PC: C:\Program Files (x86)\Common Files\Adobe\Color\Settings\Recommended

Þær stillingar sem þurfa að fara á almenninginn, sem er fyrir alla notendur kalla að öllum líkindum eftir Admin-leyfi til þess að setja inn. Margir notendur eru með leyfi til þess að gera breytingar á tölvum sínum en aðrir þurfa að kalla til þann sem er með slíkt leyfi.

Innsetning, ath.

Þær stillingar sem þurfa að fara á almenninginn, sem er fyrir alla notendur kalla að öllum líkindum eftir Admin-leyfi til þess að setja inn. Margir notendur eru með leyfi til þess að gera breytingar á tölvum sínum en aðrir þurfa að kalla til þann sem er með slíkt leyfi.

Athugið að ef „Load“-hnappurinn í Color Settings er notaður við innsetningu á stilliskjalinu SI_CS_Litastillingar_3_2016.csf þarf maður fyrst að koma stilliskjalinu fyrir á góðum vel vörðum stað á tölvunni svo ekki sé hætta á að því verði eytt. Ástæðan er sú að Load hnappurinn í Color Settings flytur ekki stilliskjalið, heldur tengir við það. Loads hnappurinn í Adobe PDF Presets flytur aftur á móti sitt skjal á réttan stað.

 

 

ISOcoated_v2_300_eci.icc

Þetta er sami litaprófíll og notaður var í stillingunni frá 2009. Er sú stilling hefur verið sett áður á tölvuna er skráin líklega enn inni á tölvunni.

WAN-IFRAnewspaper26v5.icc

Þennan litaprófíl er þægilegt að hafa tiltækan ef verið er að gera svokallað softproof fyrir efni sem á að fara á dagplaðapappír. Slóðin á báða litaprófílana á að vera:

Mac: /Library/Application\ Support/Adobe/Color/Profiles/Recommended/

PC: C:\Program Files (x86)\Common Files\Adobe\Color\Profiles\Recommended

Stillingarnar settar í öll Adobe forritin

Upplagt er að nota InDesign forritið til að setja inn litstillingarskjalið, SI_CS_Litastillingar_3_2016.csf og pdf stilliskjalið SI_PDF_Prentun_3.joboptions. Þegar InDesign hefur verið gert klárt þarf að koma stillingunum yfir á hin Adobe forritin, án þess að þurfa að fara í gegnum allan ferilinn fyrir hvert forrit.

Þægilegt er að gera þetta með því að opna Adobe Bridge forritið, fara þar í Color Settings og senda þaðan SI_CS_Litstillingar_3_2016 stillinguna á öll forritin. Við það verður hringflöturinn við hliðina á Syncronized orðinu heill í öllum forritunum, í stað þess að hann sýni eina sneiðina slitna frá sem tákn um að Adobe forritin séu ekki samstillt.

 

 

Hverju var breytt?

Mestu breytingarnar í 2016 útgáfu lit- og pdf stillinganna eru í PDF stillingunni. Megin ástæða þeirra sem rakin er hér á undan er sú að breytingar í InDesign forritinu ollu því að stillingar áttu til með að birtast vitlaust í InDesign og valda meðal annars því að litir sem settir eru í CMYK gildi skila sér ekki yfir í PDF á réttan hátt. Ýmsum atriðum var breytt í leiðinni til að auka öryggi og þægindi við notkun stillinganna. Breytingarnar eru raktar á síðunum hér að aftan.

SI_PDF_Prentun_3.joboptions:

General

  • Standard PDF staðallinn sem er notaður í nýju stillingunni er PDF/X-4:2010.
  • Compatibility Samhæfni miðast við Acrobat 7 og upp úr og PDF 1.6.
  • Create Acrobat Layers Athugið að þetta þyngir ekki PDF skjalið.

 

 

SI_PDF_Prentun_3.joboptions:

Compression

Upplausn mynda er ekki minnkuð nema þær séu 500 ppi eða meira og þá eru upplausnin minnkuð í 318 ppi. Jafnframt er JPG 2000 þjöppun notuð í stað JPG áður.

Ekki þótti ástæða til að þjappa Monochrome myndum.

 

 

SI_PDF_Prentun_3.joboptions:

Marks and bleeds

Crop Marks er á, en Bleed hefur verið aukið upp í 5 mm fyrst og fremst að beiðni bókbindara.

 

 

SI_PDF_Prentun_3.joboptions:

Output

  • Colour Conversion No Colour Conversion
  • Profile Inclusion Policy (Skyggður/óvirkur) Include All RGB and Tagged Source CMYK Profiles
  • Output Indent Working CMYK – ISO Coated v2 300% (ECI).

 

 

Athugið að Illustrator velur Document CMYK – í stað Working CMYK, en það skiptir í raun ekki máli ef SI_ CS_Litastillingar_3_2016.csf ásamt viðeigandi litaprófílum hafa verið settar á tölvuna.

SI_CS_Litastillingar_3_2016.csf

Breytingar

Það eina sem var breytt í þessari stillingu frá 2009 stillingunni er að ef litstillingarnar finna að mynd eða myndir verkinu sem ekki hafa viðhangandi litaprófíl, kemur aðvörunarskilti á skjáinn sem spyr hvað eigi að gera.

Svarið myndi í flestum tilfellum eiga að vera að festa Adobe RGB (1998) prófílinn á myndina.

 

 

landsprent_45gr_240310.icc

Ný viðbót

Þess litaprófíll er látinn fylgja með fyrir þá sem þurfa að útbúa „Soft Proof“ af efni fyrir prentun dagblaða. Vinsamlega athugið að ef verið er að vinna t.d. svart-hvíta mynd í dagblað þarf að auka punktastækkunina í Color Settings, undir Gray upp í allt að 30%.

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband