Fjarnám

Stafræn gæðastýring

Byggingamenn

Námskeið þetta er ætlað iðnmeisturum og byggingarstjórum. Á námskeiðinu verða allir fullfærir um að halda utan um eigin úttektir og alla verkferlaskráningu eigin verka sem og utanumhald allra gagna er viðkoma verkinu. Það verður farið yfir á mjög einfaldan hátt hvernig hægt er að framfylgja því sem stendur í lögum um eigin úttektir með stafrænum verkfærum. Sýnt verður á mjög einfaldan hátt hvernig úttektir í máli og myndum fara fram og hvernig eftirvinnslu þeirra skráninga/ganga er háttað. Unnið verður með gæða- og verkefnastýringarkerfið Ajour.


KAFLAR

Farið yfir í stuttu máli hvað stafræn gæðastýring er og af hverju hún er mikilvæg.
Hvernig skal taka myndir og vista þær á viðeigandi stað í hverju verki fyrir sig. Nákvæm sýnikennsla á Ajour gæðastjórnunar snjallforritið.
Þegar menn taka við efni er hægt að styðjast við stafræna gæðastýringu. Hvenær tiltekna efni kom og í hvaða ástandi er það.
Aldrei jafn auðvelt að halda utan um aukaverkin eins og með gæðastjórnunarkerfinu Ajour.
Að lokum er farið yfir hvernig skal prenta út nákvæma skýrslu að verkinu loknu og Ajour kerfið skoðað í tölvuviðmóti.
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband